Innlent

Miriam Makeba væntanleg á Listahátíð

Listahátíð í Reykjavík verður haldin í tuttugasta skipti nú í vor. Mikil áhersla er lögð á tónlist að þessu sinni en meðal gesta hátíðarinnar verður hin heimsþekkta afríska söngkona Miriam Makeba. Á blaðamannfundi í Iðnó í dag var dagská hátíðarinnar kynnt og nýr vefur listahatid.is var opnaður. Um fimmtíu viðburðir með þáttöku tæplega sex hundruð listamanna verða á hátíðinni. Mun fjöldinn allur af tónlistarmönnum koma fram en megináhersla er á tónlist að þessu sinni.

Miriam hefur meðal annars sungið með Harry Belafonte og svo Marilyn Monroe í afmælisveislu John F. Kennedy forseta árið 1962. Miriam hefur aldrei komið til Íslands og það verður því að teljast sérstakt hún haldi lokatónleika sína hér.

Á hinum nýja vef Listahátíðar er hægt fá nánari upplýsingar um dagskráliði og þá listamenn sem koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×