Sport

Við getum komist áfram

Thomas Schaaf var kátur með frammistöðu sinna manna gegn Juventus í gær og hefur fulla trú á að þeir geti komist áfram í keppninni
Thomas Schaaf var kátur með frammistöðu sinna manna gegn Juventus í gær og hefur fulla trú á að þeir geti komist áfram í keppninni AFP

Thomas Schaaf, þjálfari Werder Bremen hefur fulla trú á að hans menn geti slegið sterkt lið Juventus út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeir sýna sömu baráttugleði og þeir gerðu á heimavelli sínum í gær, þegar þeir skoruðu 2 mörk á lokamínútum leiksins og sneru vonlausri stöðu sér í hag.

"Við gerum okkur grein fyrir að það verður gríðarlega erfitt að ná hagstæðum úrslitum í Tórínó í síðari leiknum, en með viðlíka baráttu og í kvöld, held ég að allt sé hægt. Því sterkari sem andstæðingurinn er, því meira hefurðu að sanna og við sýndum það í leiknum í kvöld," sagði Schaaf eftir leikinn.

Fabio Capello, þjálfari Juventus var skiljanlega ekki jafn kátur með sína menn, sem höfðu pálmann í höndunum þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum og leiddu 2-1 á útivelli.

"Við fengum á okkur mörk sem við áttum alls ekki að fá á okkur og ég verða að segja að leikmenn Bremen virtust vera í miklu betra formi en við. Við vissum að þeir yrðu hættulegastir í föstum leikatriðum, en við getum sjálfum okkur um kennt því við fengum þrjú dauðafæri og nýttum þau ekki," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×