Innlent

Frumvarp veiki stöðu blindra og sjónskertra

Blindrafélagið lýsir sig mótfallið nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um Heyrnar-, tal- og sjónstöð og telur að slík stöð muni veikja stöðu blindra og sjónskertra. Þá hafa forystumenn blindrasamtaka á Norðurlöndum hvatt íslenska ríkið til að draga hugmyndir um sameiningu þessara stofnana til baka.

Með frumvarpinu er lagt til að sameina Heyrnar- og talmeinastöð og Sjónstöð í eina stofnun frá og með 1. júlí. Stofnunni er ætlað að annast þjónustu við blinda, sjónskerta, daufblinda, heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnarmein og talmein.

Slíkar sameiginlegar þjónustustöðvar fyrir heyrnar- og sjónskerta finnast ekki á Norðurlöndunum en ástæðuna segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins vera mjög ólíka fötlun þeirra sem hlut eiga að máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×