Dómararnir á Englandi eru skelfilegir 17. febrúar 2006 16:50 Dennis Rodman er samur við sig. Hann hyggur á endurkomu í NBA, en ætlar að koma við á súlustað í London áður en hann snýr heim til Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira
Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Sjá meira