Sport

Ég er ekki á leið til Milan

Ruud Van Nistelrooy ætlar ekki að ganga til liðs við AC Milan, en hefur tröllatrú á landsliði sínu
Ruud Van Nistelrooy ætlar ekki að ganga til liðs við AC Milan, en hefur tröllatrú á landsliði sínu NordicPhotos/GettyImages

Markaskorarinn Ruud Van Nistelrooy hefur blásið á sögusagnir sem eru á kreiki á Ítalíu þess efnis að hann gangi til liðs við AC Milan í sumar þar sem félagið sé á höttunum eftir hollenskum þjálfara til að taka við af Carlo Ancelotti.

"Ég hef alltaf sagt að ég sé ánægður í herbúðum Manchester United og ég vil halda áfram að vaxa með félaginu og stuðningsmönnum þess. Ég hef trú á þessu liði og elska sannarlega að vera hérna," sagði Nistelrooy, sem hefur auk þess fulla trú á hollenska landsliðinu á HM í sumar.

"Við verðum líklega með öflugasta stuðningsmannahópinn á mótinu fyrir utan gestgjafana sjálfa og því verða leikir okkar í riðlakeppninni nánast eins og heimaleikir fyrir okkur. Það verður aðeins einn litur í stúkunni á þeim leikjum," sagði Nistelrooy og átti þar væntanlega við þann appelsínugula. "Við erum ungt lið sem elskar að spila góða knattspyrnu og hjá Marco Van Basten er allt skemmtilegt og auðvelt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×