Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United segir engan vafa á því í sínum huga að Englendingar geti sigrað á HM í Þýskalandi í sumar og segir félaga sinn hjá landsliðinu Steven Gerrard á sama máli.
"Auðvitað verðum við heimsmeistarar. Ég var einmitt að tala við Steven Gerrard og hann er sammála mér með þetta, við erum klárlega með mannsskap í að vinna þetta mót ef við leggjum okkur alla fram," sagði Rooney.