Sport

Þjóðernið skiptir ekki máli

NordicPhotos/GettyImages

Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, David Beckham, segir að þjóðerni næsta landsliðsþjálfara eigi ekki að skipta nokkru máli, en sem kunnugt er mum Sven Göran Eriksson hætta með liðið að lokinni HM í Þýskalandi í sumar.

Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti þjálfari Englands, jafnt innlendir sem erlendir knattspyrnustjórar eins og Sam Allardyce, Martin O´Neill, Otmar Hitzfield og Guus Hiddink.

"Það skiptir mig engu máli frá hvaða landi hann er, bara að hann sé rétti maðurinn í starfið," segir Beckham sem jafnframt er staðráðinn í því að sanna sig fyrir nýjum þjálfara. "Ég, eins og aðrir, mun reyna að sanna tilverurétt minn í liðinu. Ég vonast til að spila landsleiki í nokkur ár til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×