Sirrý í Ísland í bítið 8. febrúar 2006 21:05 Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heimis í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar. Það þarf vart að kynna Sigríði til sögunnar. Hún hefur um árabil starfað við fjölmiðla á Íslandi og komið þar óvenju víða við. Kunnust eru hún að öllum líkindum fyrir spjallþátt sinn Sirrý - sem ítrekað var tilnefndur til Eddu-verðlauna. Þátturinn var í loftinu í 5 ár en áður en hann hóf göngu sína gat Sigríður sér gott orð sem ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu hér á árum áður. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum spennandi verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið. Ísland í bítið er fyrsti og eini íslenski morgunþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi á virkum dögum. Allt síðan Stöð 2 braut blað í sögu íslensks sjónvarps með því að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi árið 1999 hefur Ísland í bítið skipað fastan sess í lífsmynstri fjölda landsmanna. Ísland í bítið er fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni í landinu. Umfjöllun um allt milli himins og jarðar; matur, ráðgjöf, umræða, tíska, stjórnmál og gamanmál. Fréttir á heila og hálfa tímanum. Ísland í bítið er sent í opinni dagskrá út á NFS og Stöð 2 alla virka morgna klukkan 6:58 - 9:00. Póstfang þáttarins er bitid@stod2.is. Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilarar geta nú dansað eins og Laufey Lín Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira
Sigríður Arnardóttir - Sirrý - hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og tekur við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni. Sigríður, sem á að baki langan og farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, birtist fyrst á skjánum við hlið Heimis í næstu viku, nánar tiltekið á föstudaginn 17. febrúar. Það þarf vart að kynna Sigríði til sögunnar. Hún hefur um árabil starfað við fjölmiðla á Íslandi og komið þar óvenju víða við. Kunnust eru hún að öllum líkindum fyrir spjallþátt sinn Sirrý - sem ítrekað var tilnefndur til Eddu-verðlauna. Þátturinn var í loftinu í 5 ár en áður en hann hóf göngu sína gat Sigríður sér gott orð sem ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu hér á árum áður. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum spennandi verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið. Ísland í bítið er fyrsti og eini íslenski morgunþátturinn sem sýndur er í íslensku sjónvarpi á virkum dögum. Allt síðan Stöð 2 braut blað í sögu íslensks sjónvarps með því að hefja útsendingar á morgunsjónvarpi árið 1999 hefur Ísland í bítið skipað fastan sess í lífsmynstri fjölda landsmanna. Ísland í bítið er fjölbreyttur fréttatengdur dægurmálaþáttur þar sem fjallað er um það sem efst er á baugi hverju sinni í landinu. Umfjöllun um allt milli himins og jarðar; matur, ráðgjöf, umræða, tíska, stjórnmál og gamanmál. Fréttir á heila og hálfa tímanum. Ísland í bítið er sent í opinni dagskrá út á NFS og Stöð 2 alla virka morgna klukkan 6:58 - 9:00. Póstfang þáttarins er bitid@stod2.is.
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilarar geta nú dansað eins og Laufey Lín Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Sjá meira