Sport

Frakkar Evrópumeistarar

Frakkar taka á móti verðlaunum í höllinni í Zürich nú undir kvöldið.
Frakkar taka á móti verðlaunum í höllinni í Zürich nú undir kvöldið.

Frakkar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta þegar þeir lögðu Spánverja með 8 marka mun í úrslitaleik mótsins í Zürich í Sviss, 31-23. Nikola Karabatic varð markahæstur Frakka með 11 mörk í leiknum í dag. Staðan í hálfleik var 13-17 fyrir Frakka. Þetta er í fyrsta sinn sem Frakkar hampa þessum titli.

Spánverjar áttu aldrei möguleika í Frakkana í dag sem voru einfaldlega klassa ofar. Frábær Vörn og markvarsla voru munurinn á liðunum auk þess sem einn besti leikmaður Spánverja, Iker Romero náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 3 mörk. Hornamaðurinn Juan Garcia skoraði 6 mörk fyrir Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×