Sport

Matt Holland hættur með landsliðinu

Matt Holland er hér í leik gegn Chelsea fyrr á tímabilinu.
Matt Holland er hér í leik gegn Chelsea fyrr á tímabilinu.

Matt Holland, félagi Hermanns Hreiðarsson í enska úrvalsdeildarliðinu Charlton, tilkynnti í dag að hann er hættur að leika með írska landsliðinu í knattspyrnu. Holland sem verður 32 ára í apríl segist vilja hlúa að framtíð sinni hjá Charlton og það að leggja landsliðsskóna á hilluna sé hið eina rétta í stöðunni.

Fréttirnar eru áfall fyrir Steve Staunton landsliðsþjálfara en hann reyndi að tala leikmanninn til. "Steve reyndi að telja mér hugarhvarf en þetta er rétti tíminn til að hætta. Ég sagði þetta við hann eftir að ljóst var að við kæmumst ekki á HM í Þýskalandi sem voru gífurleg vonbrigði. Ég tók þessa ákvörðun þegar ég gekk af velli eftir leikinn gegn Sviss þegar við féllum úr keppni en ákvað þó að taka aðeins lengri tíma í að taka endanlega ákvörðun." sagði Holland.

Holland er hvað frægastur í Írlandi fyrir að hafa skorað jöfnunarmark Íra gegn Kamerún á HM 2002. Leikurinn gegn Sviss í fyrra varð hans síðasti landsleikur sem urðu 49 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×