Sport

Tap fyrir Norðmönnum

Steinar Ege, markvörður norska liðsins hughreystir hér Guðjón Val Sigurðsson, félaga sinn hjá Gummersbach í Þýskalandi
Steinar Ege, markvörður norska liðsins hughreystir hér Guðjón Val Sigurðsson, félaga sinn hjá Gummersbach í Þýskalandi AFP

Íslenska landsliðið brotlenti í síðari hálfleik gegn Norðmönnum í kvöld og tapaði 36-32 og því er sæti í undanúrslitum mótsins úr sögunni. Ef úrslit í leik Dana og Rússa í kvöld verða okkur í hag, er þó enn möguleiki á að liðið spili leik um fimmta sætið. Ólafur Stefánsson var markahæstur með 9 mörk, Guðjón Valur Sigurðsson 6, og Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn 5.

Ásgeir Örn skoraði 4, Sigfús 2, Heimir 1 og Arnór 1. Kjetil Strand spilaði besta leik sinn á ferlinum fyrir norska liðið og skoraði hvorki meira né minna en 19 mörk í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×