Sport

Davids með brákaðan fót

Edgar Davids verður líklega ekki með Tottenham gegn Fulham í næsta leik liðsins
Edgar Davids verður líklega ekki með Tottenham gegn Fulham í næsta leik liðsins NordicPhotos/GettyImages

Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs hefur orðið fyrir nokkru áfalli, því miðjumaðurinn Edgar Davids verður líklega frá í nokkrar vikur eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Martin Jol knattspyrnustjóri er þó bjartsýnn á að Davids verði fljótur að ná sér.

"Edgar er með brákað bein í fætinum og því gæti hann orðið frá í viku eða svo. Hann er hinsvegar harður af sér og getur spilað þrátt fyrir að finna til sársauka og því vona ég að hann verði ekki mjög lengi frá. Við munum meta ástand hans aftur í lok vikunnar," sagði Jol, en finnski leikmaðurinn Teemu Tainio meiddist einnig á ökkla gegn Aston Villa um helgina.

"Temmu gæti orðið frá í tvær og hálfa viku vegna sinna meiðsla, en hann er líka harður af sér og vill spila, svo maður veit aldrei."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×