Sport

Ítarleg rannsókn hafin varðandi leikmannakaup

Richard Scudamore vill útrýma orðrómi um ólöglegt athæfi í kring um leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni
Richard Scudamore vill útrýma orðrómi um ólöglegt athæfi í kring um leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni NordicPhotos/GettyImages

Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tilkynnt að forráðamenn deildarinnar hafi hleypt af stokkunum ítarlegri rannsókn á öllum leikmannakaupum sem fram fóru í deildinni á síðasta ári með það fyrir augum að útrýma orðrómi um að ólöglegar greiðslur hafi átt sér stað til að hjálpa einstaka liðum að komast yfir ákveðna leikmenn.

Það var Mike Newell, stjóri Luton Town, sem fyrst vakti athygli á þessu þegar hann hélt því fram að ákveðin félög hefðu notað sér ólöglegar greiðslur til að tryggja sér leikmenn á markaðnum.

"Enn hefur ekkert komið fram sem sannar að þessi orðrómur sé réttur, en það er í okkar valdi að reyna að sanna eða afsanna það. Ég er viss um að félögin í úrvalsdeildinni sem og annarsstaðar munu vilja að þessi orðrómur sé þaggaður niður sem fyrst. Ef við finnum eitthvað óeðlilegt munum við vissulega taka á því, en ef ekkert óeðlilegt kemur fram í þessari rannsókn, geta menn þá farið að snúa sér að einhverju öðru," sagði Scudamore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×