Sport

Lærisveinar Jewell tilbúnir í slaginn

Paul Jewell hefur fulla trú á sínum mönnum í kvöld
Paul Jewell hefur fulla trú á sínum mönnum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, stjóri Wigan, hefur gefið það út að lið Arsenal megi eiga von á miklu stríði í kvöld þegar liðin mætast í síðari leik sínum í undanúrslitum enska deildarbikarsins á Highbury. Wigan vann fyrri leikinn 1-0 og nægir því jafntefli í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsendingin klukkan 19:30.

Wigan hefur aldrei komist í úrslit í alvöru bikarkeppni og er liðið því 90 mínútum frá því að ná sögulegum áfanga. Arsenal ætlar þó ekkert að gefa eftir heldur og búist er við því að Wenger stilli upp mun sterkara liði í kvöld en hann gerði í fyrri leiknum.

"Þetta verður hörkuleikur og það hefur ekkert að segja að við skulum vera með eins marks forystu úr fyrri leiknum. Arsenal er eins gott lið og maður gæti mætt í þessari keppni, lið sem getur klárað þig af með skyndisóknum eða leiftrandi spilamennsku. Við megum því ekki vera værukærir á móti þessu liði og satt að segja erum við ekki álitnir til afreka í kvöld, sem er kannski ágætt," sagði Jewell.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×