Sport

Það var alltaf möguleiki að hætta eftir HM

Eriksson segist ekki ætla að fara á eftirlaun strax eftir HM og því má gera ráð fyrir að mikil eftirspurn verði eftir starfskröftum hans í sumar
Eriksson segist ekki ætla að fara á eftirlaun strax eftir HM og því má gera ráð fyrir að mikil eftirspurn verði eftir starfskröftum hans í sumar NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson hélt blaðamannafund í dag þar sem hann útskýrði sína afstöðu í kjölfar þess að í gærkvöld komst hann að samkomulagi við enska knattspyrnusambandið um að láta af störfum eftir HM í sumar. Eriksson segir að alltaf hafi legið fyrir sá möguleiki að hann hætti á þessum tíma.

"Við gerðum með okkur samkomulag sem bauð upp á þann möguleika að ég léti af störfum eftir HM," sagði Eriksson, sem þó var formlega samningsbundinn tuk ársins 2008. "Nú þegar þetta liggur fyrir er ekki annað að gera en að reyna að ná góðum árangri á HM í sumar og einbeita sér algerlega að því verkefni. Mig grunar að mikið eigi eftir að verða rætt um framtíð mína sem stjóri, en ég ætla ekki að láta það hafa áhrif á mig. Við höfum möguleika á að verða heimsmeistarar og ekkert má standa í vegi fyrir þeirri viðleitni," sagði Eriksson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×