Sport

Yfirheyrður vegna blaðaskrifa um helgina

Hér má sjá Eriksson mæta til vinnu í dag þar sem hann þarf að sitja fyrir svörum hjá forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins vegna enn einnar árásarinnar frá fjölmiðlum á Englandi, sem virðast ætla að tjalda öllu til að bola honum úr starfi rétt fyrir HM í sumar
Hér má sjá Eriksson mæta til vinnu í dag þar sem hann þarf að sitja fyrir svörum hjá forráðamönnum enska knattspyrnusambandsins vegna enn einnar árásarinnar frá fjölmiðlum á Englandi, sem virðast ætla að tjalda öllu til að bola honum úr starfi rétt fyrir HM í sumar NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu var kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu í dag eftir að seinni hluti risagreinar um hann í helgarblaðinu News of the World var birtur í gær, en þar á Eriksson að hafa sagt dulbúnum blaðamönnum að spilling ríkti innan enska knattspyrnusambandsins.

Fulltrúar landsliðsþjálfarans hafa þegar gefið út yfirlýsingu um að það sem haft sé eftir honum í News of the World um helgina, sé rétt eins og það sem stóð í blaðinu helgina áður, eintómur þvættingur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×