Sport

Slæm byrjun hjá Arnari í Hollandi

Hér er Arnar að kljást við Paulo Wanchope leikmann Man City í Evrópuleik með Lokeren haustið 2003.
Hér er Arnar að kljást við Paulo Wanchope leikmann Man City í Evrópuleik með Lokeren haustið 2003.
Arnar Þór Viðarsson lék í dag sinn fyrsta leik með hollenska úrvalsdeildarliðinu Twente sem tapaði á heimavelli fyrir Ajax 2-3. Arnar lék allan leikinn með Twente sem var með unninn leik í lúkunum en staðan var 2-1 fyrir Twente þegar 2 mínútur voru til leiksloka. Þá urðu Arnari á dýr mistök þegar honum mistókst að hreinsa boltann af hættusvæði og Ajax jafnaði metin á 89. mínútu og skoruðu svo sigurmarkið mínútu síðar.

Twente er í 13. sæti Casino-deildarinnar af 18 liðum með 22 stig, fimm stigum frá fallsvæði. Ajax komst hins vegar upp í 4. sæti deildarinnar með sigrinum þar sem liðið er með 34 stig, 14 stigum á eftir toppliði PSV.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með AZ Alkmaar sem gerði 1-1 jafntefli við Gröningen í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×