Sport

Charlton stöðvaði sigurgöngu Chelsea

Steve Bennett dómari vísar hér Carvalho af velli á Stamford Bridge í dag. Shaun litli Wright-Philips lítur upp til Bennetts og mótmælir.
Steve Bennett dómari vísar hér Carvalho af velli á Stamford Bridge í dag. Shaun litli Wright-Philips lítur upp til Bennetts og mótmælir.
Eiði Smára fagnað af félögum sínum eftir markið í dag.

Chelsea mistókst að vinna sinn ellefta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar meistararnir gerðu 1-1 jafntefli við Charlton. Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir á 18. mínútu með skallamarki sem kom upp úr fyrirgjöf frá Damien Duff en Marcus Bent kom inn á af varamannabekk Charlton og jafnaði metin á 59. mínútu.

Til að kóróna slæman dag hjá heimamönnum í Chelsea var Ricardo Carvalho rekinn af velli með rauða spjaldið þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald 10 mínútum fyrir leikslok. Bæði Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson (Charlton) léku allan leikinn með sínum liðum.

Chelsea hefði með sigri í dag getað unnið sinn tólfta sigur í röð en enn og aftur voru það Hemmi Hreiðars og félagar sem vorum ensku meisturunum ljár í þúfu. Skemmst er að minnast þegar Charlton sló Chelsea út úr deildarbikarnum á dögunum í vítaspyrnukeppni.

Chelsea er þrátt fyrir jafnteflið ennþá langefst í deildinni með 62 stig en Man Utd í 2. sæti (45 stig) eða Liverpool í 3. sæti (44 stig) munu saxa á það forskot þegar liðin mætast á Old Trafford nú kl. 16:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×