Sport

Við verðum að vinna Liverpool

Ruud er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 16 mörk, þremur mörkum fleiri en næstu menn, Thierry Henry hjá Arsenal og Frank Lampard hjá Chelsea.
Ruud er markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar með 16 mörk, þremur mörkum fleiri en næstu menn, Thierry Henry hjá Arsenal og Frank Lampard hjá Chelsea.

Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Manchester United, hlakkar gífurlega til stórleiks helgarinnar í enska fótboltanum en Rauðu Djöflarnir fá Liverpool í heimsókn á Old Trafford í dag. Ruud sem er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk vonast til að fullkomna þrennu sem felur í sér að stöðva sigurgöngu stóru liðanna þriggja á Englandi, Arsenal, Chelsea og nú Liverpool.

Í fyrra stöðvaði Man Utd 49 leikja sigurgöngu Arsenal og endurtók sama leikinn í nóvember sl. með sigri á Chelsea sem þá hafði ekki tapað 40 leikjum í röð. Liverpool hefur ekki tapað í síðustu 12 leikjum í deildinni og getur með sigri á morgun komist tveimur stigum upp fyrir Man Utd í 2. sæti deildarinnar.

"Liverpool er á frábærri siglingu þessa dagana en við höfum unnið önnur lið í svipaðri stöðu áðurog vonandi getum við það aftur. Þetta er einn af þessum leikjum sem maður hlakkar alveg frá því að leikjalistinn er gefinn út. Það þarf bara að líta á stigatöfluna til að sjá hvað þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur. Við verðum að vinna." segir Nistelrooy, en Liverpool sem er aðeins einu stigi á eftir Man Utd á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×