Ráða ráðum sínum gegn Norðlingaölduveitu 16. janúar 2006 12:06 Alþingi kemur saman á morgun. Þá ætla stjórnarandstæðingar að vera tilbúnir með sameiginlegan málflutning gegn Norðlingaölduveitu. Stjórnarandstæðingar komu saman til fundar á tólfta tímanum til að ræða sameiginlegan málflutning gegn því að ráðist yrði í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu. Forystumenn stjórnarandstöðunnar komu saman til fundar klukkan ellefu fyrir hádegi til að ráða ráðum sínum fyrir þingið sem hefst á ný á morgun. Meðal þeirra mála sem bar hæst var skipan fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra sem stjórnarandstæðingar höfðu lýst efasemdum um þar sem ekki átti að ræða málefni Ríkisútvarpsins. Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ræddu jafnframt hvernig þeir hygðust haga málflutningi sínum vegna Norðlingaölduveitu og Þjórsárvera en þeir eru sameinaðir í andstöðu sinni við þá framkvæmd. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem eru andvígir Norðlingaölduveitu. Andstöðunnar gætir einnig meðal Framsóknarmanna. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður flokksins, hefur lýst andstöðu við áformin, og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir á heimasíðu sinni að leggja eigi áform um Norðlingaölduveitu til hliðar. Ástæðurnar segir hann þær að veitan sé ekki lengur forsenda fyrir stækkun álvers á Grundartanga og að óvíst sé hvort tækist að selja orkuna frá veitunni. Þing kemur saman til funda á morgun í fyrsta skipti frá níunda desember. Þrjátíu og tvö mál ríkisstjórnarinnar sem voru lögð fram á síðasta þingi og sextíu þingmannafrumvörp bíða afgreiðslu. Meðal þeirra sem má búast við mestum deilum um er frumvarp um Ríkisútvarpið þar sem gert er ráð fyrir hlutafélagsvæðingu þess en það hefur valdið miklum deilum. Svipaða sögu er að segja af frumvörpum að Vatnalögum og lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sem vöktu miklar deilur fyrir áramót. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar komu saman til fundar á tólfta tímanum til að ræða sameiginlegan málflutning gegn því að ráðist yrði í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu. Forystumenn stjórnarandstöðunnar komu saman til fundar klukkan ellefu fyrir hádegi til að ráða ráðum sínum fyrir þingið sem hefst á ný á morgun. Meðal þeirra mála sem bar hæst var skipan fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra sem stjórnarandstæðingar höfðu lýst efasemdum um þar sem ekki átti að ræða málefni Ríkisútvarpsins. Formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ræddu jafnframt hvernig þeir hygðust haga málflutningi sínum vegna Norðlingaölduveitu og Þjórsárvera en þeir eru sameinaðir í andstöðu sinni við þá framkvæmd. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem eru andvígir Norðlingaölduveitu. Andstöðunnar gætir einnig meðal Framsóknarmanna. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður flokksins, hefur lýst andstöðu við áformin, og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir á heimasíðu sinni að leggja eigi áform um Norðlingaölduveitu til hliðar. Ástæðurnar segir hann þær að veitan sé ekki lengur forsenda fyrir stækkun álvers á Grundartanga og að óvíst sé hvort tækist að selja orkuna frá veitunni. Þing kemur saman til funda á morgun í fyrsta skipti frá níunda desember. Þrjátíu og tvö mál ríkisstjórnarinnar sem voru lögð fram á síðasta þingi og sextíu þingmannafrumvörp bíða afgreiðslu. Meðal þeirra sem má búast við mestum deilum um er frumvarp um Ríkisútvarpið þar sem gert er ráð fyrir hlutafélagsvæðingu þess en það hefur valdið miklum deilum. Svipaða sögu er að segja af frumvörpum að Vatnalögum og lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sem vöktu miklar deilur fyrir áramót.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira