Sport

17. sigur Barcelona í röð

Messi fagnar marki sínum á Nou Camp í kvöld.
Messi fagnar marki sínum á Nou Camp í kvöld.
Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar botnlið Alaves vann 2-0 útisigur á Deportivo Coruna. Þetta var fyrsti leikur Alaves undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Juan Carlos Oliva. Deportivo er enn í 4. sæti og eru nú með 32 stig og Valencia er í 3. sæti með 36 stig eftir 2-0 sigur í gær á Osasuna sem er í 2. sæti með 39 stig.

Barcelona vann 17. leik sinn í röð í öllum keppnum talið þegar Katalóníurisinn vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á Nou Camp í kvöld. Gestirnir komust þó yfir á 16. mínútu en Ronaldinho og Lionel Messi skoruðu fyrir heimamenn sem eru efstir í deildinni með 46 stig. Real Madrid sem er í 6. sæti mætir Sevilla nú kl. 20.

Villarreal er í 5. sæti eftir 1-0 tap fyrir Racing Santander sem missti tvo menn út af með rauða spjaldið. Villareal misnotaði vítaspyrnu í leiknum og misstu að auki einn mann út af með rautt spjald. Argentínski sóknarmaðurinn Diego Milito skoraði tvívegis fyrir Real Zaragoza sem vann 3-1 sigur á Real Mallorca og Celta Vigo gerði 1-1 jafntefli við Getafe.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×