Sport

City lagði 10 manna lið Man Utd

Darius Vassel skoraði annað mark Man City. Hann er hér í baráttu við Darren Fletcher í leiknum í dag.
Darius Vassel skoraði annað mark Man City. Hann er hér í baráttu við Darren Fletcher í leiknum í dag.

Manchester City lagði granna sína í Man Utd 3-1 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu í dag. Trevor Sinclair, Darius Vassel og Robbie Fowler skoruðu mörk heimamanna. Ruud van Nistelrooy skoraði mark gestanna þegar hann minnkaði muninn í 2-1.

Arfaslakur dómari leiksins, Steve Bennet rak Christiano Ronaldo af velli á 66. mínútu fyrir tveggja fóta tæklingu á Andy Cole. Einum manni færri náði Man Utd að minnka muninn og sóttu stíft eftir það en við það fækkaði um manninn í vörn Man Utd og Fowler gulltryggði sigurinn þegar þrjár mínútur voru liðnar af viðbótartíma.

Franski varnarmaðurinn Patrice Evra var í byrjunarliði Man Utd í dag í sínum fyrsta leik fyrir félagið eftir að hann var keyptur frá Mónakó í vikunni. Hann fann sig hins vegar illa í vörninni og var skipt út af í hálfleik. 

Man City lyfti sér upp í 8. sæti deildarinnar með 31 stig eftir sigurinn í dag en Man Utd er enn í 2. sæti með 45 stig en Liverpool sem er í 3. sæti á nú þrjá leiki til góða og getur með fullu húsi stiga í þeim leikjum komist 5 stigum upp fyrir Man Utd. Liverpool mætir Tottenham nú kl. 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×