Lífið

Aðjúnktinn lagði alþingismanninn

Snorri Sigurðsson aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands lagði Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann í æsispennandi viðureign í spurningaþættinum Meistaranum sem sýndur var á Stöð 2 fyrr í kvöld.

Miklar sviptingar voru í þessari þriðju viðureign fyrstu umferðar og úrslitin réðust ekki endanlega fyrr en í lokaspurningunni þegar Snorri, sem er 24 ára gamall og með meistarapróf í fornlíffræði, sýndi og sannað þekkingu sína á japanskri tedrykkju. Lokatölur urðu því 16-6 Snorra í vil og hefur hann þar með tryggt sér sæti í annarri umferð Meistarans.

Næsta viðureign verður háð að viku liðinni á Stöð 2, fimmtudaginn 19. janúar, en þá mætir Stefán Már Halldórsson deildarstjóri hjá Landsvirkjun Gísla Tryggvasyni talsmanni neytenda.

Bent er á vefsíðu þáttarins hér á Vísi, www.visir.is/meistarinn. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um keppnina og keppendur. Einnig skrifar Logi Bergmann Eiðsson stjórnandi þáttarins reglulega inn innihaldsríkar lýsingar á þáttunum, veitir áhugaverðar upplýsingar um það sem gerist bakvið tjöldin og spáir og spekúlerar í Meistaranum á léttan og beittan hátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×