Sport

Sér eftir drykkjusögunum

Bode Miller iðrast ummæla sinna um drykkjuskap
Bode Miller iðrast ummæla sinna um drykkjuskap NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski skíðakappinn Bode Miller segist sjá eftir því að hafa skíðað undir áhrifum áfengis og sagt frá því í viðtalið við þáttinn 60 Minutes á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum á dögunum. Miller sagðist í viðtalinu hafa keppt fullur í fortíðinni og sagði erfitt að skíða undir áhrifum áfengis. Viðtalið fór skiljanlega fyrir brjóstið á löndum hans, sem hafa gagnrýnt hann harðlega.

Eftir að hafa setið fund með bandaríska skíðasambandinu hefur Miller nú beðist afsökunar á orðum sínum. "Ég get skilið að það sem ég sagði hafi vildið misskilningi og særindum. Ég biðst innilega afsökunar á því sem ég sagði við fjölskyldu mína, vini og fólk sem hefur stutt mig í gegn um tíðina," sagði Miller.

Yfirmaður bandaríska skíðasambandsins varð æfur vegna ummæla Miller og sagði þau hafa að geyma hættuleg og óviðeigandi skilaboð. Miller sjálfur vill þá meina að ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi og segist aðeins einu sinni hafa keppt timbraður, eftir að hann sigraði í heimsbikarkeppninni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×