Vörubíl var ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi upp við Vatnsskarð á fjórða tímanum. Lögregla og sjúkrabíll eru á vettvangi en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði eru ökumenn vörubílanna ekki alvarlega slasaðir og þykja hafa sloppið mjög vel. Vörubílinn sem ekið var aftan á hinn er mikið skemmdur en ekki er talið að tafir verið á umferð um Krísuvíkurveg af þessum sökum.
Vörubíl ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi
![](https://www.visir.is/i/DCC0E754981A49D3943016BB74A2134EB7F3B9A78446D4127F58EC3216E00A2E_713x0.jpg)