Sport

Robson sagður muni aðstoða Staunton

Hinn 72 ára gamli Bobby Robson er sagður eiga að verða sérlegur ráðgjafi Steve Staunton hjá írska landsliðinu
Hinn 72 ára gamli Bobby Robson er sagður eiga að verða sérlegur ráðgjafi Steve Staunton hjá írska landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

BBC greinir frá því í morgun að gamla brýnið Sir Bobby Robson muni verða ráðinn sem sérstakur ráðgjafi Steve Staunton hjá írska landsliðinu í knattspyrnu á næstu dögum. Enn hefur ekki verið greint opinberlega frá ráðningu Staunton í starfið, en gert er ráð fyrir að það verði á allra næstu dögum.

Fyrrum þjálfari írska landsliðsins, Jack Charlton, er mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi. "Að mínu mati er mjög sniðugt að hafa tvo menn við stjórnvölinn hjá liðinu. Robson veit hvað þarf að gera og Steve veit hvað þarf til þess. Robson hefur þekkingu á leiknum sem enginn annar hefur og Steve hefur sanna ástríðu fyrir leiknum. Hann hefur kannski ekki mikla reynslu í þjálfun, en hann er góður drengur og ég held að hann muni spjara sig ágætlega," sagði Charlton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×