Sport

Wenger og Ferguson játa sig sigraða

Hinir fornu fjendur, Wenger og Ferguson, eru nánast hættir að karpa sín á milli eftir að Chelsea stakk af í deildinni
Hinir fornu fjendur, Wenger og Ferguson, eru nánast hættir að karpa sín á milli eftir að Chelsea stakk af í deildinni NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger og Alex Ferguson, stjórar Arsenal og Manchester United, hafa kastað inn hvíta handklæðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn og viðurkenna báðir að lið þeirra eigi ekki möguleika á að ná Chelsea í vetur.

Í viðtölum eftir leik liðanna í gær, sem endaði með markalausu jafntefli, viðurkenndu báðir stjórarnir að líklega væri Chelsea einfaldlega of sterkt. "Þessi leikur var miklu opnari en undanfarin ár, því menn finna það á sér að við séum ekki að keppa um meistaratitilinn. Við eigum enga möguleika á að ná Chelsea," sagði Arsene Wenger.

Ferguson tók í sama streng. "Stöðugleiki Chelsea er eitthvað sem við náum ekki að leika eftir. Við erum með ungt lið og það er aldrei að vita hvað gerist á næstu tveimur til þremur árum. Við hinsvegar viljum auðvitað vera sem næst Chelsea í töflunni ef það fer að hiksta," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×