Höfðað meiðyrðamáli gegn Sigurði Líndal lagaprófessor 3. janúar 2006 20:02 Sigurður Líndal var formaður nefndar sem ætlað var að rannsaka tildrög flugslyssins í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000 sem kostaði 6 manns lífið. Nefndin ætlaði sér að kynna efni skýrslunnar föstudaginn 29.júlí í fyrrasumar. Daginn áður komst einn fréttamanna Stöðvar 2 yfir skýrsluna og birti stöðin fréttir um helstu niðurstöður nefndarinnar sama dag. Sigurður brást við með því að afturkalla blaðamannafundinn og senda fjölmiðlum bréf, þar sem sagði meðal annars: "Í kvöldfréttum í gær sagði Stöð II frá efni skýrslunnar sem auk þess voru ekki réttar. Ljóst virðist því að einhver vandamanna - og er varla öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni - hefur brotið trúnað og látið Stöð II í té framangreindar upplýsingar". Þessi setning var margflutt í fjölmiðlum og Friðrik Þór segir að hann og lögmaður sinn hafi ítrekað sent Sigurði bréf og boðið honum að draga ummæli sín tilbaka en að Sigurður hafi í engu sinnt þeim tilmælum, og því sé Sigurði sjálfum um að kenna að málið sé nú komið fyrir dómstóla. Friðrik segir það sér ákaflega mikilvægt að virða trúnað og að til hans sé borið traust. Ummæli Sigurðar séu ærumeiðandi, óviðurkvæmileg og smekklaus og til þess fallin að sverta ímynd sína. Friðrik þvertekur með öllu fyrir að hafa lekið nokkrum trúnaðarupplýsingum til fréttamanna. Friðrik krefst þess að ummæli Sigurðar verði dæmd dauð og ómerk og hann greiði sér hálfa milljón króna í miskabætur, og 600.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu auk greiðslu málskostnaðar. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Sigurður Líndal var formaður nefndar sem ætlað var að rannsaka tildrög flugslyssins í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000 sem kostaði 6 manns lífið. Nefndin ætlaði sér að kynna efni skýrslunnar föstudaginn 29.júlí í fyrrasumar. Daginn áður komst einn fréttamanna Stöðvar 2 yfir skýrsluna og birti stöðin fréttir um helstu niðurstöður nefndarinnar sama dag. Sigurður brást við með því að afturkalla blaðamannafundinn og senda fjölmiðlum bréf, þar sem sagði meðal annars: "Í kvöldfréttum í gær sagði Stöð II frá efni skýrslunnar sem auk þess voru ekki réttar. Ljóst virðist því að einhver vandamanna - og er varla öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni - hefur brotið trúnað og látið Stöð II í té framangreindar upplýsingar". Þessi setning var margflutt í fjölmiðlum og Friðrik Þór segir að hann og lögmaður sinn hafi ítrekað sent Sigurði bréf og boðið honum að draga ummæli sín tilbaka en að Sigurður hafi í engu sinnt þeim tilmælum, og því sé Sigurði sjálfum um að kenna að málið sé nú komið fyrir dómstóla. Friðrik segir það sér ákaflega mikilvægt að virða trúnað og að til hans sé borið traust. Ummæli Sigurðar séu ærumeiðandi, óviðurkvæmileg og smekklaus og til þess fallin að sverta ímynd sína. Friðrik þvertekur með öllu fyrir að hafa lekið nokkrum trúnaðarupplýsingum til fréttamanna. Friðrik krefst þess að ummæli Sigurðar verði dæmd dauð og ómerk og hann greiði sér hálfa milljón króna í miskabætur, og 600.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu auk greiðslu málskostnaðar.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira