Besta ár í sögu SPRON 28. desember 2006 06:30 Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON er tilbúið fyrir næstu áskoranir eftir mikinn hagnað og sölu nýs stofnfjár sem hefur aukið eigið fé. Árið 2006 er vafalaust besta ár í sögu SPRON. Auk þess sem afkoman hefur aldrei verið betri komum við einstaklega vel út úr könnunum sem við teljum afar mikilvægar fyrir þjónustufyrirtæki eins og SPRON. Í þjónustukönnun Capacent-Gallup kom fram að viðskiptavinir telja að SPRON sé að bjóða bestu þjónustu sem veitt er meðal fjármálafyrirtækja á Íslandi. Í sambærilegum könnunum sem sneru að innviðum SPRON kom einnig í ljós að starfsánægja starfsfólks er eins og best gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Og að lokum fengum við einkar ánægjulega viðurkenningu frá Jafnréttisráði fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi. Sú viðurkenning er okkur mjög dýrmæt, þar sem við höfum um langt skeið lagt ríka áherslu á uppbyggingu innri verðmæta SPRON. Þessar niðurstöður allar benda til þess að við séum á réttri braut og gefa okkur mikinn kraft til að takast á við krefjandi framtíðarverkefni og nýta sóknarfæri á fjármálamarkaði. Ég er því bjartsýnn á næsta ár. Við erum með öflugt fyrirtæki sem byggir á frábærum hópi starfsmanna og með auknu eigin fé í kjölfar góðrar afkomu, ásamt miklu innborguðu stofnfé, teljum við okkur vel í stakk búin til að takast á við áskoranir næsta árs. Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hefur verið afar hagstætt undanfarin ár og þau hafa flest náð að styrkja stöðu sína myndarlega. Framvindan í efnahagsmálum mun hafa mikil áhrif á hvort svo verður áfram, og flest bendir til þess. Mesta óvissan er þó um þróun á gengi íslenskrar krónu. Það er mjög mikilvægt að Seðlabankinn nái að lækka stýrivexti sína án þess að það leiði beint til mikillar veikingar krónunnar. Takist það þá er ég sannfærður um að mjúk lending náist í efnahagslífi okkar. Slíkt væri mikill sigur í ljósi þess hve stórframkvæmdir á Íslandi undanfarin ár hafa sett mikinn þrýsting á hagkerfi okkar. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Árið 2006 er vafalaust besta ár í sögu SPRON. Auk þess sem afkoman hefur aldrei verið betri komum við einstaklega vel út úr könnunum sem við teljum afar mikilvægar fyrir þjónustufyrirtæki eins og SPRON. Í þjónustukönnun Capacent-Gallup kom fram að viðskiptavinir telja að SPRON sé að bjóða bestu þjónustu sem veitt er meðal fjármálafyrirtækja á Íslandi. Í sambærilegum könnunum sem sneru að innviðum SPRON kom einnig í ljós að starfsánægja starfsfólks er eins og best gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Og að lokum fengum við einkar ánægjulega viðurkenningu frá Jafnréttisráði fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi. Sú viðurkenning er okkur mjög dýrmæt, þar sem við höfum um langt skeið lagt ríka áherslu á uppbyggingu innri verðmæta SPRON. Þessar niðurstöður allar benda til þess að við séum á réttri braut og gefa okkur mikinn kraft til að takast á við krefjandi framtíðarverkefni og nýta sóknarfæri á fjármálamarkaði. Ég er því bjartsýnn á næsta ár. Við erum með öflugt fyrirtæki sem byggir á frábærum hópi starfsmanna og með auknu eigin fé í kjölfar góðrar afkomu, ásamt miklu innborguðu stofnfé, teljum við okkur vel í stakk búin til að takast á við áskoranir næsta árs. Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hefur verið afar hagstætt undanfarin ár og þau hafa flest náð að styrkja stöðu sína myndarlega. Framvindan í efnahagsmálum mun hafa mikil áhrif á hvort svo verður áfram, og flest bendir til þess. Mesta óvissan er þó um þróun á gengi íslenskrar krónu. Það er mjög mikilvægt að Seðlabankinn nái að lækka stýrivexti sína án þess að það leiði beint til mikillar veikingar krónunnar. Takist það þá er ég sannfærður um að mjúk lending náist í efnahagslífi okkar. Slíkt væri mikill sigur í ljósi þess hve stórframkvæmdir á Íslandi undanfarin ár hafa sett mikinn þrýsting á hagkerfi okkar.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira