Stormasamt en gjöfult ár að baki 28. desember 2006 06:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings Árið hefur að mati Hreiðars öðru fremur einkennst af varnarsigrum. Bankinn seldi meðal annars hlut sinn í Exista til að koma til móts við gagnrýni. Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Þetta ár var á margan hátt gott, þótt það hafi að sama skapi ekki verið auðvelt. Gagnrýni í upphafi ársins og vantrú sumra greiningaraðila á viðskiptamódel bankans reyndi á okkur í vörn í stað þeirrar sóknar sem hefur einkennt starfsemi okkar undanfarin ár. Við nýttum árið til frekari samþættingar í rekstrinum, en þetta var í fyrsta sinn í langan tíma þar sem við sýndum reikninga sem voru fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem við keyptum engin fyrirtæki. Ég er ánægður með hvernig okkur hefur tekist til við að kynna viðskiptamódel bankans betur og laga starfsemi okkar að gagnrýni. Þrátt fyrir að þetta hafi verið ár varnarsigra og engar yfirtökur átt sér stað, er rétt að benda á að við höfum bætt verulega við starfsemi okkar með ráðningum á teymum starfsmanna frá keppinautum í löndum eins og Danmörku og Bretlandi og að afkoman var góð, ekki síst vegna sölunnar á Exista sem var til að koma til móts við gagnrýni.Það sem upp úr stendurSamþætting breska bankans Kaupthing Singer & Friedlander inn í Kaupþings samstæðuna var stærsta einstaka verkefnið á árinu, en af minni en engu að síður mikilvægum verkefnum mætti nefna skuldabréfaútboðið í Bandaríkjunum í september, en þangað sóttum við þrjá milljarða bandaríkjadala í okkar stærsta útboði til þessa.Einnig gáfum við út skuldabréf í Japan í október, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja og það var ánægjulegt að komast inn á þann markað. Þá ber einnig að nefna nýafstaðið hlutafjárútboð til erlendra fagfjárfesta, en þar seldum við hlutafé fyrir 56 milljarða króna.Ég held að árið 2007 verði ágætis ár. Það er ekkert sem segir mér á þessari stundu að árið verði erfitt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rekstur okkar verður sífellt umfangsmeiri utan Íslands og því erum við komin með fleiri stoðir undir rekstur okkar en áður. Hins vegar er starfsemin hér á landi enn mjög mikilvæg fyrir okkur og er ég jafnframt bjartsýnn á gott gengi þessa hluta bankans.Að lokum vil ég segja að við Íslendingar erum nú rétt að byrja að njóta ávaxtanna af hinni miklu og jákvæðu umbyltingu sem átt hefur sér stað í íslenska fjármálageiranum. Kaupþing innleiddi samkeppni í húsnæðislánum á Íslandi og er það ein stærsta kjarabót heimilanna á síðari árum. Að sama skapi er vöxtur og viðgangur Kaupþings ein stærsta kjarabót ríkissjóðs. Fyrir fáum árum greiddu innlendir bankar nær enga skatta, en í ár greiddi Kaupþing um sjö milljarða í skatta, sem mun meðal annars nýtast til að niðurgreiða samkeppni við bankann með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira