Gerviliðaaðgerðir til skoðunar 24. nóvember 2006 00:00 Sjúklingar sem bíða eftir gerviliðaaðgerð þurfa allir að ganga í gegnum miklar þjáningar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum. Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum.
Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira