Innlent

Misnotaði tvö stúlkubörn

Karlmaður var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á tveimur telpum, sem báðar eru fæddar árið 1994, í Hæstarétti Íslands í gær.

Talið var sannað að maðurinn hefði misnotað tíu ára stjúpdóttur sína og tíu ára vinkonu hennar í september árið 2004. Manninum var auk þess gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,5 millljónir króna í bætur og hinni stúlkunni eina milljón. Dómurinn var staðfesting á dómi sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í byrjun maí.

Í dómi Héraðdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur staðfesti, kom fram að ákærði ætti sér engar málsbætur og við ákvörðun refsingar væri litið til þess að brotin voru ítrekuð og alvarleg. Að með brotum sínum gegn stjúpdóttur sinni, sem var aðeins sex ára gömul þegar ákærði byrjaði að misnota hana, hafi hann brotið alvarlega gegn uppeldis- og trúnaðarskyldum sínum gagnvart barninu, en samkvæmt vitnisburði stjúpdótturinnar hafði maðurinn ítrekað samfarir við hana á þessu fjögurra ára tímabili. Auk þess var talið að að ákærði hefði með brotum sínum brotið trúnað og traust sem hin telpan sýndi honum sem föður vinkonu hennar, en samkvæmt vitnisburði hennar hafði hann nokkrum sinnum samfarir við hana frá júlí fram í september 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×