Vilja aukið viðskiptafrelsi 20. nóvember 2006 06:15 George Bush Bandaríkjaforseti og Laura, eiginkona hans, heilsa forseta Víetnam, Nguyen Minh Triet, og konu hans, Tran Thi Kim Chi, við komuna til fundarins í Hanoi. MYND/AP Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar. Erlent Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar.
Erlent Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira