Innlent

Eitt ríkasta sveitarfélagið

Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti.
„Á þessu ári styrkjum við neysluvatnsframkvæmdir sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti. „Á þessu ári styrkjum við neysluvatnsframkvæmdir sem ekki hefur verið gert áður,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps. MYND/Anton

Fljótsdalshreppur er eitt alríkasta sveitarfélag á Íslandi. Hreppurinn hafði ríflega hundrað og níutíu milljónir í tekjur árið 2005 en tæplega 81 milljón í gjöld. Þegar búið var að greiða reikninga átti hreppurinn tæplega 112 milljónir króna handbærar og hafði handbært fé hækkað um tæplega 112 milljónir frá 2004.

Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, segir að peningunum verði varið vel. Íbúarnir, sem voru 355 talsins um áramót, njóti þess óbeint. „Á þessu ári styrkjum við neysluvatnsframkvæmdir sem ekki hefur verið gert áður. Svo erum við að horfa til þess að renna styrkari stoðum undir atvinnuhætti í sveitinni," segir hún.

Íbúar hreppsins eru nú 355 en voru um 90 áður en framkvæmdir hófust fyrir austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×