Innlent

Náði í aukasett af bíllyklum

Karlmaður um þrítugt var handtekinn tvívegis á rúmri klukkustund vegna ölvunaraksturs aðfaranótt föstudags. Fyrst var hann stöðvaður í Tryggvagötu og bíllyklar hans gerðir upptækir. Maðurinn lét þó ekki segjast, náði sér í aukalykla og hélt för sinni áfram. Lögreglan stöðvaði hann aftur stuttu síðar á Vesturlandsvegi og þurfti að beita manninn valdi til að ná úr honum blóðsýni.

Þá fór bifreið yfir á rauðu ljósi á Sæbraut sömu nótt og í kjölfarið gefið merki um að stöðva. Ökumaðurinn, kona um tvítugt, hlýddi kallinu en reyndi síðan að stinga af á tveimur jafnfljótum. Lögreglan hafði þó hendur í hári hennar í nálægum húsagarði og reyndist hún vera undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×