Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum 17. nóvember 2006 00:01 Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega." Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega."
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira