Starfsmenn hjá RÚV geta misst réttindi 16. nóvember 2006 06:45 Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar. Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að stéttarfélög starfsmanna þeirra ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög kortleggi vandlega hvað breytingin þýðir fyrir félagsmenn þeirra. Starfsmenn geta einfaldlega misst réttindi sín ef hver og einn hefur ekki þær upplýsingar sem hann þarf til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Þetta kemur fram í máli Stefáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Bandalags háskólamanna, sem rannsakað hefur réttindamál starfsmanna þeirra stofnana sem ætlunin er að breyta í opinber hlutafélög. Eins og fram kemur í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna Ríkisútvarpsins skrifuðu útvarpsstjóra á þriðjudag óttast starfsmenn Ríkisútvarpsins réttindamissi ef frumvarp um breytingu RÚV í opinbert hlutafélag verður að lögum óbreytt. Þrátt fyrir umleitanir starfsmanna hafa þeir ekki fengið nein svör um hvort áunnin réttindi þeirra haldist óskert eftir breytinguna. Þeir búa því við mikla óvissu og finnst að sér vegið að réttindamál þeirra skuli ekki vera skýrð. „Starfsmenn ríkisfyrirtækja sem ætlunin er að „ohf-væða" verða að gæta þess að ýmis réttindi breytast við þessi umskipti og ef þeir kjósa að starfa áfram undir nýju rekstrarformi geta þeir einfaldlega misst þessi réttindi," segir Stefán. Hann segir einnig að það geti til dæmis verið verulegt hagsmunamál fyrir starfsmenn að halda áfram í sama lífeyrisumhverfi og áður. Í bréfi trúnaðarmanna til útvarpsstjóra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem fengust á fundi með lögfræðingi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá sé það háð samkomulagi starfsmanns og Ríkisútvarpsins ohf. hvort hann geti verið áfram í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og haldið áfram að ávinna sér réttindi í þeim sjóði; fengið áfram 11,5 prósenta framlag RÚV en ekki sex til sjö prósenta framlag sem tíðkast á almennum markaði. Það sama gildir um viðbótarframlag. Stéttarfélög starfsmanna Ríkisútvarpsins hafa skrifað menntamálanefnd, sem hefur málið til umfjöllunar, til að fá svör um hvernig réttindi þeirra verða tryggð án þess að hafa fengið skýr svör. Menntamálanefnd fundar um réttindamál starfsmanna í dag að sögn formanns nefndarinnar. Sigurðar Kára Kristjánssonar.
Innlent Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira