Draumur í dós að fá Sigurð 15. nóvember 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félagsins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnumaður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkjum hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki viðstaddur þar sem hann er nú staddur hér á landi. Sölvi segir að leikmenn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“- esá Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félagsins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnumaður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkjum hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki viðstaddur þar sem hann er nú staddur hér á landi. Sölvi segir að leikmenn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“- esá
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira