Viðskipti innlent

Verðbólga nánast óbreytt

Verðbólga er enn langt frá markmiði Seðlabanka Íslands þótt vísitala neysluverðs hafi lækkað lítillega milli mánaða.
Verðbólga er enn langt frá markmiði Seðlabanka Íslands þótt vísitala neysluverðs hafi lækkað lítillega milli mánaða.
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,04 prósent milli október- og nóvembermánaða. Það var í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir engri breytingu vísitölunnar til 0,1 prósents lækkunar. Það sem helst virkaði til lækkunar vísitölunnar var að verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 3,5 prósent vegna gengislækkunar krónunnar og lægra heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Á móti kom að íbúðarkostnaður hækkaði um 0,6 prósent sem kom að mestu til vegna hærri vaxta. Verðbólgan mælist nú 7,3 prósent á ársgrundvelli og eykst úr 7,2 prósentum í október. Það er því enn langt bil milli raunveruleikans og markmiðs Seðlabankans upp á 2,5 prósenta verðbólgu. Greiningardeild Glitnis segir allt benda til þess að bólgan hafi náð hámarki og úr henni muni draga hratt á næstunni. Telur hún jafnframt líklegt að stýrivextir Seðlabankans hækki ekki frekar nema gengi krónunnar komi til með að gefa skyndilega mikið eftir, sem virðist ólíklegt sem stendur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×