Bankarnir rífi sig ekki frá samfélaginu Ögmundur Jónasson skrifar 11. nóvember 2006 00:01 TekjuskiptingFyrir nokkrum dögum birtist lítil fréttaklausa í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Bankar mega fara úr landi". Ýmsir hafa viljað túlka þessa frétt á þann veg að undirritaður sé sérstakur áhugamaður um að losa þjóðina við íslenska banka út fyrir landsteinana. Tilefni fréttarinnar var klausa á vefsíðu minni þar sem ég tók undir með lesanda heimasíðunnar, Ólínu að nafni, sem gerði að umtalsefni þá hrikalegu misskiptingu sem gegnsýrir orðið íslenskt þjóðfélag, ekki aðeins í formi lífskjara og lífsstíls heldur einnig í yfirráðum yfir samfélaginu öllu, í listum og menningu en í vaxandi mæli eru það peningar milljarðamæringanna sem ráða þar för. Þessu var ég sammála og hafði á orði að mér þætti íslenska jafnaðarsamfélaginu ekki fórnandi fyrir þotulið sem vildi slíta sig út úr íslenskum veruleika og jafnvel stilla þjóðfélaginu öllu upp við vegg til að hafa sitt fram. Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtarins í bankakerfinu er íslenska lífeyrissjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launamanna. Án þeirra væri ekkert "viðskiptaundur" og engin útrás. 14 faldur launamunur orðnir smámunir í íslensku kjaraumhverfiAf nýlegri könnun sem birt var á vegum félagsmálaráðuneytisins má ráða að launamunur hafi vaxið verulega á undanförnum árum og sé nú 14 faldur. Þetta eru þó smámunir á við hundraða milljarða bónusgreiðslur í bankastofnunum og fyrirtækjum innan fjármálageirans. Þegar þessu hefur verið andmælt hefur viðkvæðið jafnan verið á þá lund að þetta endurspegli velgengni viðkomandi fyrirtækja sem auk þess standi skil á sköttum og skyldum. Einnig sé á það að líta, hvað bankana áhrærir, að drýgstur hluti tekna þeirra komi erlendis frá; útrásin færi þjóðinni þannig björg í bú. Þá eigi ekki að vanþakka alla þá styrki sem renni til menningarstarfsemi og líknarmála frá efnafólki. Af rausn þess njóti sjúkrahúsin, menningarstofnanirnar og jafnvel kirkjur og trúfélög góðs! Vissulega er nokkuð til í þessu. Fjármálastofnanir greiða vissulega sinn 18% fyrirtækjaskatt eins og lög gera ráð fyrir og af arði sínum greiða fjármálamennirnir sína tíund. Það er að vísu miklu lægra hlutfall en launamaðurinn greiðir og þegar haft er á orði að rétta þurfi þann halla af og samræma skatta á launatekjur og fjármagn bregðast handhafar fjármagnsins ókvæða við og segjast einfaldlega fara úr landi ef við þeim verði hróflað. Sama gildir um allt tal um misskiptingu. Menn skuli ekki voga sér upp á dekk með gagnrýni auk þess sem allir hafi það betra þrátt fyrir aukna misskiptingu. En er það virkilega svo? Hafa allir það betra á Íslandi í dag en fyrir tíu árum? Er auðveldara að vera efnalítill og glíma við sjúkdóm nú en þá? Eru lyfin ódýrari? Er lækniskostnsaður minni? Er auðveldara fyrir fátækt fólk að komast í húsnæði nú en það var fyrir tíu árum þegar félagslegt húsnæðiskerfi var enn við lýði? Ég held ekki. Og enn standa kröfur, ekki síst frá fulltrúum banka og fjármálastofnana á hendur stjórnvöldum um að afnema þær leifar félagslegra þátta sem enn finnast í húsnæðiskerfinu. Allt á markað er hin óbilgjarna krafa. Alls staðar skulu markaðslögmálin ráða " og alltaf er viðkvæðið hið sama, "annars erum við farin með allt okkar af landi brott"! Brauðmolahagfræðin og misréttiðÞað er vissulega rétt að það munar miklu um alla þá milljarða sem koma frá bankakerfinu í formi skatta og sú gagnrýni sem ég hef fengið fyrir að gera lítið úr þessum tekjum hins opinbera er réttmæt því um þessa peninga munar svo sannarlega í fjármögnun velferðarsamfélagsins. Spurningin er hins vegar um hinn félagslega tilkostnað, hina samfélagslegu fórn; hversu langt við viljum halda með samfélag okkar inn á markaðstorgið? Á Reagan-tímanum í Bandaríkjunum var talað um trickle-down economics, brauðmolahagfræði. Hún byggði á því að létta álögum af efnafólki svo það gæti bakað sín stóru brauð, almenningur myndi fyrr eða síðar njóta góðs af í formi molanna sem hrytu af borðum auðkýfinganna. Ekki varð sú raunin. Brauðmolastefnan jók misrétti í bandarísku þjóðfélagi til muna. Að lokum, nokkur orð um útrásina. Almennt gleðjumst við landarnir yfir árangri af fjárfestingum erlendis. Í sumum tilvikum hefur líka verið sýnd stórkostleg hugkvæmni og framsýni og vil ég þar nefna árangur bræðranna sem kenna sig við Bakkavör. Bakkavararbræður hafa haslað sér völl í Bretlandi og víðar og margt af því sem ýmsir aðrir íslenskir aðilar eru að gera víðs vegar um heiminn er aðdáunarvert. En það er ekki allt kræsilegt sem íslensk fyrirtæki hafa tekið sér fyrir hendur, t.d. í austanverðri Evrópu þar sem fátækum þjóðum hefur verið þröngvað til að afhenda fjármálamönnum þjóðareigur, oft með hótunum um að ella verði horfið með allt fjárfestingafjármagn úr landi. Nefni ég þar sem dæmi þann þrýsting sem íslenskir og bandarískir fjársýslumenn beittu stjórnvöld í Búlgaríu til að fá Búlgari til að framselja í þeirra hendur búlgarska Símann fyrir fáeinum misserum. Burt með hina íslensku dollarabúðÍ fyrrnefndum pistli mínum vildi ég leggja áherslu á að tími sé kominn til að ræða hinar félagslegu afleiðingar markaðsvæðingarinnar og þeirrar misskiptingar sem hún hefur leitt til. Í gömlu Sovétríkjunum voru við lýði svokallaðar dollarabúðir þar sem forréttindaklíkan verslaði. Þær voru táknrænar um misskiptinguna og úthrópaðar af öllu réttsýnu fólki enda til marks um kjaragjána í þjóðfélaginu. Á Íslandi er að verða til dollarasjoppusamfélag. Annars vegar er það almenningur sem stendur í biðröðunum og hins vegar þotuliðið sem stígur upp í sína þotu og fer þangað sem hugurinn girnist í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Viljum við svona þjóðfélag? Mitt svar er nei. Þess vegna hef ég hvatt íslenska fjármálamenn til að sýna ábyrgð og gæta hófsemi. Með því sýna þeir samstöðu og vilja til að eiga samleið með íslensku samfélagi - því samfélagi sem þeir eiga velgengni sína að þakka. Að öðrum kosti eru þeir einfaldlega farnir úr því þjóðfélagi sem hér hefur verið reist og þróað. Þeir sem mesta ábyrgð bera á hinni íslensku dollarabúð sitja hins vegar sem fastast. Það er jú ríkisstjórn lands vors. Með einkavæðingu almannaeigna og öllu því laga- og reglugerðarverki sem hún hefur smíðað varð til jarðvegur misréttis. Ég hef alla tíð verið eindreginn talsmaður þess að hér væru reknar bankastofnanir sem sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu og iðulega hef ég hrósað því sem vel hefur verið gert í íslenskum bönkum sem standa í fremstu röð í heiminum í ýmsum efnum. Slíka banka vil ég halda í sem fastast. Um hitt velkist ég ekki í vafa um hvert ég vil stjórnarmeirihluta Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks kominn. Hann vil ég burt " út úr Stjórnarráði Íslands eins fljótt og auðið er. Sem betur fer styttist í að þjóðin geti látið þann draum verða að veruleika. Höfundur er þingmaður Vinstri - grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
TekjuskiptingFyrir nokkrum dögum birtist lítil fréttaklausa í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Bankar mega fara úr landi". Ýmsir hafa viljað túlka þessa frétt á þann veg að undirritaður sé sérstakur áhugamaður um að losa þjóðina við íslenska banka út fyrir landsteinana. Tilefni fréttarinnar var klausa á vefsíðu minni þar sem ég tók undir með lesanda heimasíðunnar, Ólínu að nafni, sem gerði að umtalsefni þá hrikalegu misskiptingu sem gegnsýrir orðið íslenskt þjóðfélag, ekki aðeins í formi lífskjara og lífsstíls heldur einnig í yfirráðum yfir samfélaginu öllu, í listum og menningu en í vaxandi mæli eru það peningar milljarðamæringanna sem ráða þar för. Þessu var ég sammála og hafði á orði að mér þætti íslenska jafnaðarsamfélaginu ekki fórnandi fyrir þotulið sem vildi slíta sig út úr íslenskum veruleika og jafnvel stilla þjóðfélaginu öllu upp við vegg til að hafa sitt fram. Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtarins í bankakerfinu er íslenska lífeyrissjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launamanna. Án þeirra væri ekkert "viðskiptaundur" og engin útrás. 14 faldur launamunur orðnir smámunir í íslensku kjaraumhverfiAf nýlegri könnun sem birt var á vegum félagsmálaráðuneytisins má ráða að launamunur hafi vaxið verulega á undanförnum árum og sé nú 14 faldur. Þetta eru þó smámunir á við hundraða milljarða bónusgreiðslur í bankastofnunum og fyrirtækjum innan fjármálageirans. Þegar þessu hefur verið andmælt hefur viðkvæðið jafnan verið á þá lund að þetta endurspegli velgengni viðkomandi fyrirtækja sem auk þess standi skil á sköttum og skyldum. Einnig sé á það að líta, hvað bankana áhrærir, að drýgstur hluti tekna þeirra komi erlendis frá; útrásin færi þjóðinni þannig björg í bú. Þá eigi ekki að vanþakka alla þá styrki sem renni til menningarstarfsemi og líknarmála frá efnafólki. Af rausn þess njóti sjúkrahúsin, menningarstofnanirnar og jafnvel kirkjur og trúfélög góðs! Vissulega er nokkuð til í þessu. Fjármálastofnanir greiða vissulega sinn 18% fyrirtækjaskatt eins og lög gera ráð fyrir og af arði sínum greiða fjármálamennirnir sína tíund. Það er að vísu miklu lægra hlutfall en launamaðurinn greiðir og þegar haft er á orði að rétta þurfi þann halla af og samræma skatta á launatekjur og fjármagn bregðast handhafar fjármagnsins ókvæða við og segjast einfaldlega fara úr landi ef við þeim verði hróflað. Sama gildir um allt tal um misskiptingu. Menn skuli ekki voga sér upp á dekk með gagnrýni auk þess sem allir hafi það betra þrátt fyrir aukna misskiptingu. En er það virkilega svo? Hafa allir það betra á Íslandi í dag en fyrir tíu árum? Er auðveldara að vera efnalítill og glíma við sjúkdóm nú en þá? Eru lyfin ódýrari? Er lækniskostnsaður minni? Er auðveldara fyrir fátækt fólk að komast í húsnæði nú en það var fyrir tíu árum þegar félagslegt húsnæðiskerfi var enn við lýði? Ég held ekki. Og enn standa kröfur, ekki síst frá fulltrúum banka og fjármálastofnana á hendur stjórnvöldum um að afnema þær leifar félagslegra þátta sem enn finnast í húsnæðiskerfinu. Allt á markað er hin óbilgjarna krafa. Alls staðar skulu markaðslögmálin ráða " og alltaf er viðkvæðið hið sama, "annars erum við farin með allt okkar af landi brott"! Brauðmolahagfræðin og misréttiðÞað er vissulega rétt að það munar miklu um alla þá milljarða sem koma frá bankakerfinu í formi skatta og sú gagnrýni sem ég hef fengið fyrir að gera lítið úr þessum tekjum hins opinbera er réttmæt því um þessa peninga munar svo sannarlega í fjármögnun velferðarsamfélagsins. Spurningin er hins vegar um hinn félagslega tilkostnað, hina samfélagslegu fórn; hversu langt við viljum halda með samfélag okkar inn á markaðstorgið? Á Reagan-tímanum í Bandaríkjunum var talað um trickle-down economics, brauðmolahagfræði. Hún byggði á því að létta álögum af efnafólki svo það gæti bakað sín stóru brauð, almenningur myndi fyrr eða síðar njóta góðs af í formi molanna sem hrytu af borðum auðkýfinganna. Ekki varð sú raunin. Brauðmolastefnan jók misrétti í bandarísku þjóðfélagi til muna. Að lokum, nokkur orð um útrásina. Almennt gleðjumst við landarnir yfir árangri af fjárfestingum erlendis. Í sumum tilvikum hefur líka verið sýnd stórkostleg hugkvæmni og framsýni og vil ég þar nefna árangur bræðranna sem kenna sig við Bakkavör. Bakkavararbræður hafa haslað sér völl í Bretlandi og víðar og margt af því sem ýmsir aðrir íslenskir aðilar eru að gera víðs vegar um heiminn er aðdáunarvert. En það er ekki allt kræsilegt sem íslensk fyrirtæki hafa tekið sér fyrir hendur, t.d. í austanverðri Evrópu þar sem fátækum þjóðum hefur verið þröngvað til að afhenda fjármálamönnum þjóðareigur, oft með hótunum um að ella verði horfið með allt fjárfestingafjármagn úr landi. Nefni ég þar sem dæmi þann þrýsting sem íslenskir og bandarískir fjársýslumenn beittu stjórnvöld í Búlgaríu til að fá Búlgari til að framselja í þeirra hendur búlgarska Símann fyrir fáeinum misserum. Burt með hina íslensku dollarabúðÍ fyrrnefndum pistli mínum vildi ég leggja áherslu á að tími sé kominn til að ræða hinar félagslegu afleiðingar markaðsvæðingarinnar og þeirrar misskiptingar sem hún hefur leitt til. Í gömlu Sovétríkjunum voru við lýði svokallaðar dollarabúðir þar sem forréttindaklíkan verslaði. Þær voru táknrænar um misskiptinguna og úthrópaðar af öllu réttsýnu fólki enda til marks um kjaragjána í þjóðfélaginu. Á Íslandi er að verða til dollarasjoppusamfélag. Annars vegar er það almenningur sem stendur í biðröðunum og hins vegar þotuliðið sem stígur upp í sína þotu og fer þangað sem hugurinn girnist í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Viljum við svona þjóðfélag? Mitt svar er nei. Þess vegna hef ég hvatt íslenska fjármálamenn til að sýna ábyrgð og gæta hófsemi. Með því sýna þeir samstöðu og vilja til að eiga samleið með íslensku samfélagi - því samfélagi sem þeir eiga velgengni sína að þakka. Að öðrum kosti eru þeir einfaldlega farnir úr því þjóðfélagi sem hér hefur verið reist og þróað. Þeir sem mesta ábyrgð bera á hinni íslensku dollarabúð sitja hins vegar sem fastast. Það er jú ríkisstjórn lands vors. Með einkavæðingu almannaeigna og öllu því laga- og reglugerðarverki sem hún hefur smíðað varð til jarðvegur misréttis. Ég hef alla tíð verið eindreginn talsmaður þess að hér væru reknar bankastofnanir sem sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu og iðulega hef ég hrósað því sem vel hefur verið gert í íslenskum bönkum sem standa í fremstu röð í heiminum í ýmsum efnum. Slíka banka vil ég halda í sem fastast. Um hitt velkist ég ekki í vafa um hvert ég vil stjórnarmeirihluta Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks kominn. Hann vil ég burt " út úr Stjórnarráði Íslands eins fljótt og auðið er. Sem betur fer styttist í að þjóðin geti látið þann draum verða að veruleika. Höfundur er þingmaður Vinstri - grænna.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun