Andstæða forverans 10. nóvember 2006 04:00 Gates og Bush Væntanlegur varnarmálaráðherra ásamt forseta Bandaríkjanna. MYNF/AFP Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M. Erlent Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Robert Gates, næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þykir að flestu leyti alger andstæða Donalds Rumsfeld, sem hættir nú í kjölfar þingkosninganna á þriðjudaginn. Rumsfeld þykir harður í horn að taka, hvatvís og áræðinn, en Gates lætur minna yfir sér, fer sér hægar og kýs að ígrunda hlutina áður en hann framkvæmir. Hann hefur aldrei haft mikið álit á því hvernig staðið hefur verið að stríðinu í Írak. Gates hefur undanfarna mánuði tekið þátt í ítarlegri rannsókn á framkvæmd stríðsins í Írak, þar sem hann situr í rannsóknarnefndinni um Írak sem James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, er í forsvari fyrir. Niðurstöður skýrslunnar á að birta núna á næstunni, þegar kosningarnar eru afstaðnar, en fyrir kosningarnar komust fjölmiðlar yfir upplýsingar úr henni þar sem fram kemur hörð gagnrýni á stríðsreksturinn. Með því að gera Gates að varnarmálaráðherra í stað Rumsfeld þykir nokkuð ljóst að Bush ætli sér að fara að tillögum nefndarinnar og gera veigamiklar breytingar á því hvernig staðið er að málum í Írak. Gates er 63 ára og hefur allt fram á síðustu ár starfað innan leyniþjónustunnar CIA. Hann gekk til liðs við hana ungur maður árið 1966, þá nýskriðinn úr háskólanámi í sagnfræði og hafði aflað sér sérfræðiþekkingar á málefnum Sovétríkjanna. Árið 1991 gerði síðan George H.W. Bush, þáverandi forseti, Gates að yfirmanni leyniþjónustunnar. Gates sætti gagnrýni á sínum tíma, meðal annars vegna tengsla við Iran-Contra málið, þegar bandarísk stjórnvöld urðu uppvís að því að selja vopn til Írans og nota hagnaðinn til stuðnings Contra-skæruliðum í Níkaragva. Undanfarin sjö ár hefur Gates haldið sig innan veggja Texas A&M háskólans, fyrst sem yfirmaður stjórnmálafræðideildar sem kennd er við George H.W. Bush eldri, en síðustu tvö árin sem rektor alls háskólans. Á síðasta ári hafnaði Gates boði frá Bush um að gerast æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, embætti sem John Negroponte gegnir nú.Ferill Gates1943 Fæddur í Wichita, Kansas. 1966-74 Starf hjá CIA. 1974 Doktorsgráða frá Georgetown-háskóla. 1974-79 Situr í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. 1979 Aftur til CIA. 1982-89 Einn af aðstoðaryfirmönnum hjá CIA. 1989-91 Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. 1991-93 Yfirmaður CIA. 1999-2001 Formaður stjórnmálafræðideildar við Texas A&M háskólann. 2002-2006 Rektor Texas A&M.
Erlent Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent