Glæður í úrgangi frá kolanámu á Svalbarða gætu leitt til þess að allir íbúar eyjarinnar, sem eru rússneskir, neyðist til að flýja heimili sín. Til þess kæmi þó ekki fyrr en glæðurnar breytast í loga, að sögn norskra yfirvalda.
Úrgangurinn liggur nærri rússneska námuþorpinu Barentsburg, þar sem um 500 manns búa samkvæmt samningi við norsk stjórnvöld, en eyjaklasinn er undir stjórn Noregs.
Rússarnir dreifðu úr glóandi kolaúrganginum á miðvikudag í tilraun til að drepa glæðurnar. Komi eldur upp í úrganginum, gæti hann logað árum saman.