Ég vil skattfrelsi líknarfélaga 26. október 2006 05:00 Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Líknarfélög hér á landi vinna margvísleg þjóðþrifaverk. Þau njóta samt ekki sömu skattfríðinda og líknarfélög í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar ég sat á Alþingi lagði ég fram þingsályktunartillögu um skattfrelsi íslenskra líknarfélaga. Í henni er lagt til að fjármálaráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp um að skattreglum verði breytt þannig að íslensk líknarfélög njóti sömu skattfríðinda og erlendis. Ég hef lagt mesta áherslu á undanþágu vegna fjármagnstekjuskatts, því löng reynsla mín af starfi fyrir líknarfélög sýnir mér, að það er stærsti bitinn sem ríkið klípur af þeim með skattheimtu.Ísland er eftirbátur annarraÍ dag njóta íslensk líknarfélög ekki undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts. Þau eru heldur ekki undanþegin erfðafjárskatti eftir lagabreytingu 2004. Þau hafa ekki lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum. Á Íslandi er einstaklingum heldur ekki heimilt að draga framlög sín til góðgerðarfélaga eða líknarfélaga frá skattstofni - eins og gilti þó eitt sinn og var þeim mikil lyftistöng. Í Evrópu og Bandaríkjunum eru allar þessar undanþágur í gildi. Þar skilja stjórnvöld greinilega betur, hversu gríðarlega mikilvægt starf líknarfélaga er, og hversu þýðingarmikið er að styðja við bakið á þeim.Ísland er reyndar eina landið sem ég veit um þar sem stjórnvöld ýta ekki undir framlög einstaklinga til líknarfélaga með því að leyfa þeim að draga framlagið frá skattstofni. Í öllum öðrum löndum er skattafrádráttur vegna framlaga til góðgerðarsamtaka og líknarfélaga talinn vera mikilvæg hvatning til einstaklinga til að láta eitthvað af höndum rakna til starfsemi þeirra.Þetta kom fram í skýrslu sem Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, gerði 2004 fyrir ýmis hjálparsamtök hér á landi. Lögaðilar mega þó hér á landi draga 0,5% af tekjum sínum frá skattstofni vegna framlaga til líknar- og mannúðarmála.Mikilvægt hlutverk líknarfélagaÉg hef sjálf unnið í áratug fyrir ýmis styrktarsamtök eins og SÍBS og Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur til dæmis á sl. 5 árum samtals greitt í fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjum kringum 1700 þúsund kr. Óhætt er að segja að það skýtur skökku við, að frjáls félagasamtök sem með söfnunum og sjálfboðastarfi létta á útgjöldum ríkisins skuli þurfa að greiða því háar upphæðir í skatta af vaxtatekjum.Líknarfélög, eins og Umhyggja, Styrktarsjóður hjartveikra barna, Krabbameinsfélagið og SKB svo eitthvað sé nefnt, vinna að verðugum félagslegum verkefnum, sem opinberar stofnanir þyrftu annars að sinna. Hið opinbera þyrfti þá að verja til þess meira af fjármagni skattborgaranna en ella. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það væri æskilegt að frjáls líknarsamtök og góðgerðarsamtök tækju að sér meira hlutverk í samfélaginu í framtíðinni. Þau vinna af hugsjónum.Starf þeirra er yfirleitt ólaunað sjálfboðaliðastarf. Þau eiga betur með að hjálpa einstaklingum er ópersónulegar stofnanir, hversu góðir einstaklingarnir eru sem þar vinna. Þess vegna eiga stjórnvöld að auðvelda þeim tilveruna með því að létta af þeim skatti, og beita skattareglum til að örva almenning til að láta fé renna til þeirra.Ferns konar breytingarTilgangur minn með tillögunni er því að fá stjórnvöld til að breyta skattalögum með ferns konar hætti: Líknarfélög ættu ekki að þurfa að greiða fjármagnstekjuskatt og erfðafjárskatt. Auk þess ættu þau að fá lagalegan rétt til endurgreiðslu á virðisaukaskatti á aðföngum, og einstaklingar ættu að fá rúma heimild til að draga frá skattstofni sínum framlög til líknarfélaga.Höfundur er varaþingmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun