Íslenskt ekki endilega aðalmálið 25. október 2006 00:01 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það. Úttekt Viðskipti Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var staddur í bíl sínum í Kaliforníu í brakandi þurrki og sóls þegar hann var truflaður við aksturinn. Var hann beðinn um að lýsa því hvaða þátt hann teldi stjórnun íslenskra fyrirtækja eiga í því hversu greiðlega hefur gengið hjá þeim á erlendri grundu. Sagðist hann í reynd ekki telja að íslenskum fyrirtækjum sé á nokkurn hátt stjórnað öðruvísi en öðrum fyrirtækjum í hinum engilsaxneska eða skandinavíska heimi. Það sem þó hefur örugglega komið íslenskum fyrirtækjum hraðar áfram en öðrum, hvað varðar stjórnun, er hve margir íslenskir stjórnendur hafa dvalið langdvölum erlendis við vinnu og ekki síst við nám. Ég held að það sé alveg vert að athuga hvort Lánasjóður íslenskra námsmannna hafi ekki bara skipt gríðarlega miklu máli fyrir útrásina, segir Jón og bætir við að frá upphafi Össurar hafi stjórnendur fyrirtækisins alltaf átt það sameiginlegt að hafa stundað nám eða vinnu í útlöndum. Á þeim tíma þegar Össur var lítið fyrirtæki höfðum við ekki efni á að kaupa alþjóðlega stjórnendur. Ef ég hefði þá borið okkur saman við tvö hundruð manna fyrirtæki annars staðar í Evrópu, hefði það hlutfall starfsfólks sem hefði lært í útlöndum verið mun hærra hjá Össuri. Ég held að þetta sé mikill styrkleiki fyrir minni íslensk fyrirtæki. Össur í Bandaríkjunum Ein af sex starfsstöðvum Össurar í Bandaríkjunum. Jón telur að það þurfi að fara varlega með það að halda því fram að Íslendingar séu óvenjugóðir í stjórnun, eða öðru ef því er að skipta. Ég held að þetta íþróttatungumál eigi ekki við í viðskiptum. Við Íslendingar erum ekkert endilega betri en aðrir þótt við séum alveg örugglega jafngóðir. Jón segir ýmislegt greinilega hafa ýtt undir útrásina, eins og mikill vilji íslenskra fjárfesta til að leggja til fé. Þar að auki stuðli aldurssamsetning þjóðarinnar og gott lífeyriskerfi að því að fjármagn streymi fram og því þurfi að finna farveg. Það að íslenskt stjórnkerfi sé ekki mjög þungt í vöfum hafi einnig sitt að segja þar sem auðveldar og hraðar reynist að ýta hindrunum úr vegi en annars staðar. Ég er alls ekki að gera lítið úr íslenskum stjórnendum með þessum orðum, íslenska útrásin virðist að mörgu leyti vera að heppnast mjög vel. Ég er mjög stoltur af Össuri og við höfum náð frábærum árangri en ég held að það sé ekki út af því, fyrst og fremst, að við erum íslenskt fyrirtæki. Það væri mjög mikil einföldun að segja það.
Úttekt Viðskipti Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira