Real Madrid sigraði í risaslagnum 23. október 2006 13:00 sætur sigur Real Madrid vann sætan sigur á Barcelona í gær en hér má sjá Guti horfa á þegar Robinho faðmar gulldrenginn Raul að sér. MYND/nordic photos/afp Það var sannkallaður risaslagur í spænska boltanum í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona og bar sigur úr býtum, 2-0, í skemmtilegum knattspyrnuleik. Madrídingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Santiago Bernabéu en þeir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar gulldrengurinn Raul skoraði. Hitt markið kom þegar sex mínútur voru búnar af seinni hálfleik en þá var það hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem náði að skora eftir sendingu frá brasilíska leikmanninum Robinho sem átti stórleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga í deildinni á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er Real Madrid aðeins tveimur stigum á eftir þeim. Eiður Smári Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Barcelona og fékk hann dauðafæri til að jafna metin eftir fyrsta mark heimamanna. Lionel Messi renndi þá boltanum á Eið sem var í draumafæri sóknarmannsins en hitti ekki rammann og skot hans framhjá. Real Madrid byrjaði leikinn mun betur og Raul átti sláarskot snemma leiks. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Barcelona að komast inn í leikinn og var betra liðið fram að hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins fékk það síðan blauta tusku í andlitið þegar Nistelrooy bætti öðru marki við fyrir Madrídinga og brekkan orðin ansi brött fyrir gestina. Eiður var tekinn af leikvelli þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Argentínumaðurinn Javier Saviola kom inn á fyrir hann. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fékk Messi gott færi til að minnka muninn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Strax á eftir fengu heimamenn færi hinumegin en þá varði Victor Valdez vel frá Nistelrooy. Sá hollenski lét lítið á sér bera í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var hann nánast allt í öllu í sóknarleik Real liðsins. Góð tíðindi fyrir liðið að hann sé að hrökkva í gang eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu. David Beckham kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins viðurkenndi það í viðtali í gær að vera orðinn frekar pirraður á bekkjarsetunni hjá Real Madrid. Beckham var sparkað úr enska landsliðshópnum þegar Steve McClaren tók við liðinu og hefur lítið fengið að spila hjá Real síðan Fabio Capello tók við stjórnartaumunum. Það fer virkilega í taugarnar á mér sem fótboltamanni að vera hvorki að spila fyrir þjóð mína né félagslið. Ég vil ekki enda minn feril sem varamaður, sagði Beckham en þrátt fyrir að vera geymdur á varamannabekknum er hann að ræða við Real Madrid um nýjan samning. Þetta er annar tapleikur Barcelona í röð en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Greinilegt er að kamerúnska sóknarmannsins Samuels Eto"o er sárt saknað hjá Spánarmeisturunum. Næsti leikur liðsins er gegn Recreativo Huelva um næstu helgi og er það algjör skylda fyrir það að landa sigri þar. Valencia jafnaði Barcelona að stigum um helgina en bæði lið hafa sextán stig á toppi deildarinnar. Sevilla hefur fimmtán stig og svo koma Real Madrid og Deportivo La Coruna með fjórtán. Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira
Það var sannkallaður risaslagur í spænska boltanum í gær þegar Real Madrid tók á móti Barcelona og bar sigur úr býtum, 2-0, í skemmtilegum knattspyrnuleik. Madrídingar fengu sannkallaða óskabyrjun á Santiago Bernabéu en þeir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar gulldrengurinn Raul skoraði. Hitt markið kom þegar sex mínútur voru búnar af seinni hálfleik en þá var það hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy sem náði að skora eftir sendingu frá brasilíska leikmanninum Robinho sem átti stórleik í gær. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga í deildinni á þessu tímabili en eftir leiki helgarinnar er Real Madrid aðeins tveimur stigum á eftir þeim. Eiður Smári Guðjohnsen hélt sæti sínu í byrjunarliði Barcelona og fékk hann dauðafæri til að jafna metin eftir fyrsta mark heimamanna. Lionel Messi renndi þá boltanum á Eið sem var í draumafæri sóknarmannsins en hitti ekki rammann og skot hans framhjá. Real Madrid byrjaði leikinn mun betur og Raul átti sláarskot snemma leiks. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Barcelona að komast inn í leikinn og var betra liðið fram að hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiksins fékk það síðan blauta tusku í andlitið þegar Nistelrooy bætti öðru marki við fyrir Madrídinga og brekkan orðin ansi brött fyrir gestina. Eiður var tekinn af leikvelli þegar tuttugu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Argentínumaðurinn Javier Saviola kom inn á fyrir hann. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir fékk Messi gott færi til að minnka muninn en skot hans hafnaði í hliðarnetinu. Strax á eftir fengu heimamenn færi hinumegin en þá varði Victor Valdez vel frá Nistelrooy. Sá hollenski lét lítið á sér bera í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari var hann nánast allt í öllu í sóknarleik Real liðsins. Góð tíðindi fyrir liðið að hann sé að hrökkva í gang eftir frekar rólega byrjun á tímabilinu. David Beckham kom inn sem varamaður þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en þessi fyrrum fyrirliði enska landsliðsins viðurkenndi það í viðtali í gær að vera orðinn frekar pirraður á bekkjarsetunni hjá Real Madrid. Beckham var sparkað úr enska landsliðshópnum þegar Steve McClaren tók við liðinu og hefur lítið fengið að spila hjá Real síðan Fabio Capello tók við stjórnartaumunum. Það fer virkilega í taugarnar á mér sem fótboltamanni að vera hvorki að spila fyrir þjóð mína né félagslið. Ég vil ekki enda minn feril sem varamaður, sagði Beckham en þrátt fyrir að vera geymdur á varamannabekknum er hann að ræða við Real Madrid um nýjan samning. Þetta er annar tapleikur Barcelona í röð en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni. Greinilegt er að kamerúnska sóknarmannsins Samuels Eto"o er sárt saknað hjá Spánarmeisturunum. Næsti leikur liðsins er gegn Recreativo Huelva um næstu helgi og er það algjör skylda fyrir það að landa sigri þar. Valencia jafnaði Barcelona að stigum um helgina en bæði lið hafa sextán stig á toppi deildarinnar. Sevilla hefur fimmtán stig og svo koma Real Madrid og Deportivo La Coruna með fjórtán.
Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Sjá meira