Innlent

Flug til Vestmannaeyja hafið að nýju

flug til eyja Elliði Vignisson bæjarstjóri og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, í fyrstu áætlunarvél FÍ til Eyja sem lenti þar í gærmorgun.
flug til eyja Elliði Vignisson bæjarstjóri og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, í fyrstu áætlunarvél FÍ til Eyja sem lenti þar í gærmorgun.

Fjölmargir mættu til þess að vera viðstaddir athöfn sem fram fór í flugstöðinni á Vestmannaeyjaflugvelli í tilefni þess að Flugfélag Íslands hóf áætlunarflug þangað í gær. Við athöfnina tóku fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja á móti forsvarsmönnum FÍ.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, undirrituðu við þetta tilefni samning um að vinna að því í sameiningu að fjölga ferðamönnum til Vestmannaeyja.

Flugleiðin á milli lands og Eyja er nú ríkisstyrkt og samningurinn á milli FÍ og ríkisins er til tíu mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×