Innlent

Bjartsýnn á lausn málsins

Hilmar Örn Agnarsson
Hilmar Örn Agnarsson

 Hilmar Örn Agnarsson, organisti í Skálholti, segir að unnið verði úr sáttatillögunum í Skálholti og Organistafélagið muni meta starfslýsinguna. „Við komum með eitthvað gott á móti,“ segir hann og er bjartsýnn á framhaldið.

Hilmar Örn segir að auðvitað liggi á að klára málið og ná niðurstöðu en sáttaumleitanirnar í Skálholti séu á viðkvæmu stigi. „Það er gott í spilunum og ég er mjög bjartsýnn,“ segir Hilmar Örn, sem telur að eitthvað fari að gerast í málinu innan tíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×