Innlent

Erlent grænmeti selt sem íslenskt

Íslenskar og vistvænar? Borið hefur á því að garðyrkjuvörur séu ranglega merktar.
Íslenskar og vistvænar? Borið hefur á því að garðyrkjuvörur séu ranglega merktar.

Borið hefur á því að garðyrkjuvörur séu merktar vistvænar án þess að uppfylla þau skilyrði og sem íslensk framleiðsla án þess að varan sé ræktuð hér á landi heldur aðeins pakkað. Þetta segir Helga Hauksdóttir hjá Sambandi garðyrkjubænda.

Sérstaka vottun þarf til að fá að merkja vörur sem vistvænar. Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, segir skrá vera haldna um þá sem hafa tilskylda vottun en því miður séu mun fleiri sem selji vörur sínar undir vistvænum merkjum. Mjög erfitt sé að hafa eftirlit með framleiðslunni því þeir sem þetta stundi geti yfirleitt ekki uppruna vörunnar á pokunum heldur láta einfaldlega merkja þá eins og um vistvæna framleiðslu sé að ræða. Hann segir að yfirleitt megi því treysta þeim framleiðendum sem geta uppruna vörunnar.

Helga segir málið verða tekið fyrir á fundi garðyrkjubænda næsta miðvikudag og að ljóst sé að landbúnaðarráðuneytið þurfi að efla eftirlit með merkingum á íslenskum vörum til að tryggja hag neytenda og framleiðenda.

„Þetta er mjög bagalegt fyrir okkur bændur en við ætlum okkur að taka á þessu og stöðva þessi brot,“ segir Bergvin Jóhannsson, formaður félags íslenskra kartöflubænda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×