Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram 9. október 2006 09:00 Loksins fann hann fjölina sína. Tite Kalandadze lék sinn besta leik á tímabilinu fyrir Stjörnuna í gær og skoraði fimm mörk með þrumuskotum utan af velli. Því miður dugðu mörk Kalandadze ekki til að komat Stjörnunni áfram. Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu. Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum. Ótrúleg spenna og dramatík var á lokamínútum leiksins í gær en gestirnir skoruðu síðasta markið og tryggðu sér áfram þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. "Strákarnir undirbjuggu sig mjög vel og spiluðu þennan leik frábærlega eftir dapra frammistöðu í undanförnum leikjum," sagði Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, sem var skiljanlega svekktur í leikslok. Aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri leiknum sagði hann það hafa verið tæknilega hliðin. "Við vorum einfaldlega ekki með nægar upplýsingar um þá. Það hefði gert mikið ef ég hefði getað farið til Króatíu og séð einn leik með þeim en það var því miður ekki til fjármagn til þess. Svo náðum við ekki að fá nýja myndbandsupptöku af þeim en þeir eru með gjörbreytt lið frá því í fyrra." Það sást strax í fyrri hálfleik að spurningin væri ekki hvort Stjarnan næði sigri heldur hve stór hann yrði. Liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik og í þeim síðari náði það frábærum kafla þar sem það skoraði sex mörk í röð og komst yfir 22-12. En króatíska liðið svaraði að bragði og skoraði næstu fjögur mörk í leiknum. "Við vorum búnir að leggja það upp að þreyta þá og koma síðan með áras í seinni hálfleik. Að mínu mati kom sú árás of snemma. Við hefðum mátt þreyta þá enn meira því þegar þeir lentu tíu mörkum undir var eins og þeir hefðu engu að tapa og fóru að hitta aftur," sagði Sigurður. Patrekur Jóhannesson sagði eftir leikinn að þetta hefði klárlega verið besta frammistaða Stjörnunnar á þessu tímabili en hann var ekki sáttur við ungverska dómaraparið í þessum leik og gat Sigurður tekið undir það. Spennan á lokamínútunni var ótrúleg, David Kekelia kom Stjörnunni sjö mörkum yfir eftir langa sendingu frá Patreki þegar um tíu sekúndur voru eftir. Dyggir stuðningsmenn Stjörnunnar fögnuðu gríðarlega en sá fögnuður stóð þó stutt yfir. Leikmenn Zagreb geystust fram í sókn og náðu að skora sitt 22 mark þegar tvær sekúndur voru eftir og Evrópudraumar Stjörnunnar hurfu því þrátt fyrir hetjulega framgöngu.
Íslenski handboltinn Handbolti Íþróttir Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira