FL Group selur allan hlut sinn í Icelandair 8. október 2006 03:30 FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna. Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna.
Innlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira